fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Þess vegna hefur Donald Trump aldrei drukkið áfengi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 28. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir ýmislegt í gegnum tíðina en eitt verður þó ekki tekið af honum. Trump, sem er 72 ára, hefur alla tíð verið bindindismaður og aldrei svo mikið sem reykt sígarettu.

Donald Trump átti bróður, Fred Trump, sem lengi barðist við Bakkus. Hann lést árið 1981, 43 ára að aldri, eftir langa baráttu við alkóhólisma. Fred, sem var flugmaður, lagði hart að bróður sínum að falla ekki í sömu gryfju og hann og hvatti hann til að láta áfengið eiga sig. Trump var 35 ára þegar bróðir hans lést.

Trump sagði frá þessu á blaðamannafundi í Washington í viknni þegar hann ræddi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í fíkniefnamálum í Bandaríkjunum. Sífellt fleiri láta lífið af völdum harðra fíkniefna og er raunar talað um faraldur í þeim efnum.

„Ég átti bróður, Fred, – frábær gaur, myndarlegur og frábær persónuleiki, miklu betri persónuleiki en ég,“ sagði Donald Trump. „En hann átti við vandamál að stríða. Hann átti í vanda með áfengið og hann sagði ítrekað við mig „ekki drekka, ekki drekka“. Hann var töluvert eldri en ég og ég hlustaði á hann enda bar ég virðingu fyrir honum.“

Donald sagði að bróðir hans hafi einnig lagt hart að honum að snerta ekki tóbak. „Ég hef aldrei drukkið áfengi og ekki einu sinni langað til þess, ég hef engan áhuga á því. Hann hjálpaði mér. Ég hafði einhvern sem gat leiðbeint mér. Líf hans var mjög, mjög erfitt vegna áfengisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“
Fréttir
Í gær

Er virkilega hægt að kaupa sófa frá Play á krónu?

Er virkilega hægt að kaupa sófa frá Play á krónu?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“