fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hjónin héldu að þau hefðu íbúðina út af fyrir sig – Síðan rann óhugnanlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Derek Staines og eiginkona hans, sem búa í Indiana í Bandaríkjunum, fóru í frí til Longboat Key í Flórída gerðu þau hræðilega uppgötvun. Þau höfðu leigt sér íbúð í gegnum Airbnb. Þetta eyðilagði fríið þeirra og gæti snert margra aðra sem hafa leigt þessa sömu íbúð.

Á meðan á dvöl þeirra hjóna í íbúðinni stóð uppgötvuðu þau að myndavél var falin í reykskynjara í svefnherberginu. Þau tilkynntu lögreglunni um málið og gerði hún húsleit. Lögreglan telur að húseigandinn hafi jafnvel komið myndavélinni fyrir í reykskynjaranum fyrir 10 árum og hafi síðan njósnað um leigjendur.

Abcactionnews.com skýrir frá þessu. Fram kemur að í íbúðinni hafi lögreglan fundið tölvur, drif, minniskort og færanleg drif. Allt var þetta haldlagt og tekið til rannsóknar. Lögreglan óttast að fjöldi fólks hafi verið myndaður án þess að hafa nokkra vitneskju um það. Í kjölfar húsleitarinnar var Wayne Natt, 56 ára, handtekinn en hann á íbúðina.

Natt sagði við yfirheyrslur að þeir sem hann hafi myndað í íbúðinni hafi heimilað honum það. Bob Borque, hjá lögreglunni, sagði í framhaldi af því hafi lögreglan spurt hvers vegna myndavélin hafi verið falin í reykskynjaranum ef fólk hafi gefið samþykki sitt fyrir að teknar væru myndir af því og kynlífsathöfnum þess. Þessu svaraði Natt í yfirheyrslu og sagði að þannig „fengi hann betra sjónarhorn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“