Hvalfjarðargöng eru þessa stundina lokuð fyrir allri umferð vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.
Fram kemur að búast megi við að lokunin vari í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund eða til kl.14:00.
Vegfarendum er bent á að fara um Hvalfjörðinn.
Uppfært:
Hvalfjarðargöng eru opin að nýju fyrir alla umferð.