fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Rouzin 10 ára og Rama 4 ára verður vísað úr landi ásamt foreldrum sínum: „Verði þau send úr landi bíður þeirra ekkert nema óvissa og ótti“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 10. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra manna fjölskylda  sem sótt hefur um hæli hér á landi sér nú fram á að vera vísað til baka til Mosul þar sem eintómur ótti og óvissa bíða þeirra.  Á facebooksíðu Ekki fleiri brottvísanir er vakin athygli á málinu og framkoma íslenska yfirvalda gagnrýnd harkalega.

Hjónin Yousef, 45 ára og Nermeen 40 ára óttast um líf sitt og framtíð ungra dætra sinna, þeirra Rouzin 10 ára og Rama 4 ára. Fram kemur að fjölskyldan bjó í Mosul í Írak og tilheyrir minnihlutahópnum Turkoman, sem varð fyrir ofsóknum frá skæruliðum Íslamska ríkisins, ISIS.

„ISIS náði yfirtökum á svæðinu og myrtu þúsundir manns í borginni, þar á meðal 7 ára gamlan son Yusefs og Nermeen. Innviðir borgarinnar eru enn í rúst og ómögulegt að segja til um hvernig framtíð borgarinnar verður eða hvort ISIS nær aftur tökum þar. Enn er verið að grafa upp lík fólks.

Fjölskyldan, flúði til Þýskalands í gegnum Tyrkland árið 2015, en var neitað um hæli þar í landi á þeim forsendum að Mosul væri orðin örugg og átti að senda þau aftur þangað. Ástandið í Mosul er hræðilegt. Frekar en að bíða eftir að vera flutt aftur til Mosul, ákváðu foreldrarnir að flýja með tvö eftirlifandi börn sín til Íslands og sækja þar um hæli, enda höfðu þau heyrt að það væri öruggt land.“

Jafnframt kemur fram að fjölskyldunni hafi gengið vel á Íslandi og sjá fram á að geta átt hér gott líf. Rouzin er í 5. bekk í grunnskóla og Rama sem verður 5 ára eftir mánuð er í leikskóla.  Yusef er í sálfræðimeðferð og lyfjameðferð vegna kvilla og vandamála eftir stríðið og barnsmissinn.

„Verði þau send úr landi bíður þeirra ekkert nema óvissa og ótti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi