fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Smáskilaboð talin hafa bjargað lífi mæðgna úr klóm morðingja

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. maí 2018 18:00

Var drepinn af innbrotsþjóf á mánudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanleg sjón blasti við lögreglumönnum þegar þeir voru kallaðir að heimili í Brooklyn á mánudag. Þar fannst fjölskyldufaðirinn, Jeremy Safran, látinn í blóði sínu í kjallaranum og inni í skáp fannst 28 ára karlmaður, Mirzo Atadzhanov, blóðugur.

Mirzo þessi hafði brotist inn á heimili fjölskyldunnar þar sem hann varð Jeremy, sem var sextugur prófessor, að bana.

Skömmu áður en þessi óhugnanlega atburðarás hófst fékk eiginkona Jeremy smáskilaboð frá nágrannakonu sinni vegna óvenjulegra mannaferða við húsið. Nágranninn, Doreen Giuliano, sá karlmann sniglast í kringum húsið og þegar hún sá hann lauma sér inn um glugga sendi hún nágrannakonu sinni skilaboð. Jeremy varð eftir í húsinu en eiginkona hans og dóttir forðuðu sér út og hringdu á lögregluna.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn mætti þeim ófögur sjón. Jeremy hafði verið barinn og stunginn til bana en Mirzo var sem fyrr segir handtekinn inni í skáp skömmu síðar. Sjálfur sagði Mirzo að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en líklega mun sú málsvörn ekki skila honum miklu þegar málið kemur til kasta dómstóla.

Óvíst er hvort Mirzo hafi þekkt eitthvað til fjölskyldunnar en að sögn lögreglu eru vísbendingar um að fyrr um kvöldið hafi hann elt átján ára gamla dóttur hjónanna heim. Þykir ekki ólíklegt að Mirzo hafi ætlað að vinna henni mein.

„Mér finnst mjög óhugnanlegt að hugsa til þess að einhver geti  brotistinn í húsið þitt og falið sig í kjallaranum. Ég held að hann hafi verið að bíða eftir konunum,“ segir Doreen.

Að því er fram kemur í frétt The Daily News var Mirzo kærður fyrir tilraun til nauðgunar árið 2016. Þá var hann grunaður um að hafa ráðist á kanadískan ferðamann sem gisti hjá honum, en sá hafði pantað sér gistingu í gegnum vefinn couchsurfing.com. Málið var síðar látið niður falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum