fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Elon Musk ætlar að drífa sig með Tesla til Íslands: „Afsakið biðina“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Tesla, ætlar að leggja meiri áherslu á Íslandsmarkað ef marka má ummæli sem hann lét falla á Twitter í gær. Tesla framleiðir sem kunnugt er vinsæla rafbíla sem njóta vaxandi vinsælda um allan heim.

Tesla er ekki með neitt útibú eða þjónustustöð hér á landi. Fyrirtækið er þó með starfsemi í öðrum löndum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi til dæmis.

Á Twitter á föstudag beindi notandinn A Tesla In ICEland fyrirspurn til Musk þar sem bent var á að fleiri rafbílar hefðu selst á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Bent var á að Tesla væri í báðum þessum löndum en ekki á Íslandi. Var Musk spurður hvað þyrfti að gera til að breyta því.

Musk svaraði að bragði og þakkaði fyrir að hafa verið látinn vita af þessu. „Ég mun hraða þessu. Afsakið biðina,“ sagði hann og af þessum orðum má búast við því að Tesla komi til Íslands fljótlega. Tesla-bílar sjást reglulega á götum hér á landi en þeim mun væntanlega bara fjölga ef fer sem horfir. Í Noregi, þar sem Tesla er með starfsemi, er bíllinn einn sá allra vinsælasti og í desember í fyrra var hann raunar mest seldi bíllinn í landinu þann mánuðinn.

Fjallað var um þetta svar Musk í grein á vef Electrek. Í greininni er ljósi varpað á vaxandi vinsældir rafbíla hér á landi og þá staðreynd að bílarnir þykja henta einkar vel hér á landi þar sem eldsneyti er tiltölulega dýrt, meðal annars vegna langra flutninga. Þá er rafmagn eitthvað sem enginn skortur er á hér á landi og loks er bent á að vegalengdir hér á landi henti vel fyrir rafbíla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi