fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Hildur samdi tvö lög með sigurvegara Eurovision

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. maí 2018 18:00

Mynd: Vaka Njáls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem gefur út tónlist undir nafninu Hildur, lenti heldur betur í lukkupottinum á fimmtudag.

Hildur greinir frá því á Twitter að hún hafi mætt í upptökur í Los Angeles, þar sem henni hafði verið tilkynnt að nýr höfundur myndi koma sem héti Laureen. Reyndist það vera hin sænska Loreen sem kom sá og sigraði Eurovision árið 2012 með laginu Euphoria. „Sömdum tvö geggjuð lög,“ segir Hildur sem sjálf tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra. Hildur komst ekki áfram í það sinn, en lag hennar I´ll Walk With You var valið popplag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Hildur tók einnig þátt árið 2015 ásamt Guðfinni Sveinssyni. Hildur mun koma fram á Secret Solstice í sumar og kannski fá áheyrendur að heyra lög hennar og Loreen þar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=czL80l2X-L0]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina