fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu augnablikið þegar skemmdarvargur gekk inn á safnið og stórskemmdi fokdýrt listaverkið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk löggæsluyfirvöld hafa gefið út handtökuskipun á hendur fertugum Breta sem grunaður er um að hafa eyðilagt listaverk sem metið er á þrjár milljónir Bandaríkjadala, um 300 milljónir króna. Listaverkið er í eigu föður hans.

Atvikið átti sér stað í Opera Gallery í Aspen í Colorado og á eftirlitsmyndavélum má sjá þegar maðurinn, sem sagður er heita Nicholas Morley, gengur inn á listasafnið með rakvélablað í höndinni. Hann gengur svo rakleitt upp að listaverki eftir listamanninn Christopher Wool og sker það tvisvar.

Ekki liggur fyrir hvað Nicholas gekk til en hann er talinn hafa ferðast alla leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna til þess eins að eyðileggja verkið. Atvikið átti sér stað þann 1. maí í fyrra en myndband af skemmdarverkinu hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú.

Lögregla hefur rannsakað málið undanfarið ár en hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Nicholas. Faðir hans, Harold, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu skömmu eftir skemmdarverkið að Nicholas ætti verkið með honum. Síðar dró hann þann framburð til baka og sagði að Nicholas hefði aðeins komið að gerð kaupsamnings þegar verkið var keypt. Er talið ljóst að skemmdarverkið tengist einhverjum deilum um eignarhald á verkinu.

Nicholas þessi hefur áður komist í kast við lögin en hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Makedóníu árið 2007. Hann hafði tekið þátt í Gumball 3000-kappakstrinum þegar hann missti stjórn á Porsche 911-bifreið sinni með þeim afleiðingum að eldri hjón létust. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Harold sendi forsvarsmönnum Opera Gallery bréf skömmu eftir skemmdarverkið að auðvelt væri að gera við verkið. Aðeins væri um litlar skemmdir að ræða sem yrðu ekki sýnilegar eftir viðgerð.
Þrátt fyrir það hefur Nicholas verið ákærður og hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur honum, sem fyrr segir.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“