fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Munu Gucci og Louis Vuitton opna verslanir hér á landi?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að heimsþekkt lúxusvörumerki á borð við Gucci og Louis Vuitton séu á leið til landsins. Fasteignafélagið Reginn á í viðræðum við þessi fyrirtæki og fleiri til um opnun smáverslana á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en fjallað er um málið í blaðinu sem kemur út á morgun.

Auk Gucci og Louis Vuitton eru vörumerkin sem Reginn hefur áhuga á að fá til landsins Prada, Burberry, Marc Jacobs, Michael Kors, Bottega Veneta og Isabel Marant. Um er að ræða rándýr vörumerki sem hingað til hafa ekki staðið íslenskum neytendum til boða nema að mjög takmörkuðu leyti.

Að sögn Viðskiptablaðsins stefnir Reginn að því að ganga frá leigusamningum við erlenda aðila í næstu viku. Fara viðræðurnar fram í gegnum erlend ráðgjafafyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við