Leikarinn og skemmtikrafturinn Steindi JR er ekki alveg sáttur við þrífaraleik Morgunblaðsins. Morgunblaðið stillir að þessu sinni upp sem þríförum þeim Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra, Steinda (Steinþór Hróar Steinþórsson) og danska leikaranum Anders W. Berthelsen. Er ekki annað að sjá en töluverður svipur sé með mönnunum.
En það sem truflar Steinda er að hann er töluvert yngri en hinir mennirnir tveir. Steindi skrifar: „Ekki misskilja mig, þetta eru mjög huggulegir menn … en þeir eru fimmtugir, lýtalæknar gefið mér tilboð, takk.“
Ekki misskilja mig, þetta eru mjög huggulegir menn…en þeir eru fimmtugir, lýtalæknar gefið mér tilboð takk. #mogginn pic.twitter.com/WCoREmmmbF
— Steindi jR (@SteindiJR) April 28, 2018