fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sigurður laus en úrskurðaður í farbann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. apríl 2018 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinsson var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí næstkomandi, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksmyglsmálinu svokallaða.

Skáksmyglsmálið hófst þegar torkennilegur pakki var sendur til skrifstofu Skáksambands Íslands frá Spáni í byrjun árs. Reyndist pakkinn innihalda um 8 kíló af fíkniefnum sem falin voru í skákvörum.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sigurði á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir honum rann út í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Sigurður var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins á lokastigi og meðal annars  unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld. Þá segir lögregla að rannsókn málsins hafi verið tímafrek og enn sé beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni, að sögn lögreglu.

„Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess,“ segir lögreglan í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt