fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Alþjóðasamfélagið logar vegna fyrirhugaðra hvalveiða Kristjáns Loftssonar: „Af hverju getur þetta lið ekki bara látið dýrin í friði?!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 16:09

Kristján Loftsson er framkvæmdarstjóri og eigandi Hvals hf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska þjóðin virðist vera einstaklega áttavilt þegar kemur að hvölum. Landið lokkar til sín ferðamenn sem berja hvalina augum á milli þess sem þeir skoða önnur náttúruundur. Hvalirnir eru síðan drepnir í gróðaskyni og kjötið af sumum þeirra endar síðan á því að vera framreitt fyrir þessa sömu ferðamenn á veitingahúsum,“ ritar Kitty Block forseti dýraverndunarsambandsins Humane Society International á heimasíðu sína og vísar þar í ákvörðun fyrirtækis Kristjáns Loftssonar, Hvals hf. um að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Hún bætir við að þessi ákvörðun  komi til með að vekja upp hörð viðbrögð um allan heim og að „ríkistjórn landsins ætti að vita betur.“

Greint var frá því fyrr í vikunni að Hvalur hf hefði  ákveðið að hefja hval­veiðar á ný í sum­ar, eft­ir tveggja ára hlé en fyrirtækið er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár.  Ástæða þess að veiðarnar eiga að hefjast á ný eru að sú fyrirtækið hefur að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og telur bættar horfur fyrir sölu á kjötinu á japönskum markaði.

Kitty Block er ekki sú eina sem er æf yfir þessum fregnum en greint hefur verið frá fyrirhuguðum veiðum Hvals hf. á fjölmörgum erlendum fréttamiðlum undafarna daga.

Þannig er fyrirsögnin á vef breska Express „Hvalaslátrun á Íslandi“ og segir greinarhöfundur „að tvö íslensk hvalveiðiskip undirbúi sig undir 100 daga túr á meðan örvæntingarfullir dýraverndarsinnar óttast að horfa upp á hafið litað rauðu blóði þessara miklu og stóru sjávarspendýra.“

Í grein á vef MT er jafnframt vitnað í ummæli Sigursteins Mássonar talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins sem segir þessa ákvörðun engan veginn í takti við nútímann eða þá þarfir markaðarins og hvað þá niðurstöður skoðanakannana á viðhorfi almennings til hvalveiða.

Þá er fyrirsögnin á vef Guardian: „Ísland stefnir á 191 dráp með því að taka upp hvalveiðar á ný.“ Í grein New Jersey Herald er bent á að Ísland er eina landið sem leyfir veiðar á sjávarspendýrum í þessum tilgangi.

Michelle Neff, greinarhöfundur One Green Planet sparar síðan ekki fúkyrðin í garð Íslendinga:

„Af hverju getur þetta lið ekki bara látið dýrin í friði?! Eftir tveggja ára hlé hefur íslenskur hvalveiðakóngur ákveðið að byrja aftur að veiða hvali í útrýmingarhættu.“

Á öðrum stað bætir hún við:

„Í guðs bænum, EKKI ýta undir þessar grimmúðlegu veiðar með því að borða hvalkjöt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt