fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

NASA sendi nýjan gervihnött á loft í nótt – Á að leita að plánetum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 04:06

Tess gervihnöttur Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi Tess-gervihnött á loft í nótt en gervihnötturinn fer á braut um jörðina og tunglið. Gervihnötturinn verður notaður við leit að plánetum utan sólkerfisins okkar. Vísindamenn telja að með gervihnettinum verði hægt að finna um 20.000 plánetur og að um 50 þeirra séu á stærð við jörðina.

Gervihnettinum var skotið á loft frá Canaveralhöfða í nótt með SpaceX Falcon 9 eldflaug. Upphaflega átti að skjóta gervihnettinum á loft á mánudaginn en því var frestað til að hægt væri að fara betur yfir geimflaugina og stjórnkerfi hennar.

Tess gervihnötturinn á að finna áhugaverðar plánetur sem eru á braut um mjög skýrar og greinilega stjörnur. Hann mun safna gögnum sem er hægt að nota til að reikna út hversu stórar pláneturnar eru. Í framhaldi af þessu verða pláneturnar skoðaðar með sjónaukum, sem eru á jörðinni, til að komast að hver massi þeirra er og til að rannsaka gufuhvolf þeirra.

Tess leysir Kepler geimsjónaukann af hólmi en hann verður brátt eldsneytislaus og því ónothæfur. Hann verður áfram á braut langt frá jörðinni.

Tess mun fylgjast með 400 sinnum stærra svæði en Kepler gerði, þar á meðal verða 200.000 skærustu stjörnurnar nærri sólkerfinu okkar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“