fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Augnablikið þegar Jason var bitinn af hákarli

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að illa færi þegar brimbrettakappinn Jason Longgrass var bitinn af hákarli úti fyrir ströndum Ástralíu á dögunum. Ekki var um neinn smáhákarl að ræða því hákarlinn sem réðst á Jason var fjögurra metra hvítháfur – stærsti ránfiskur í heimi.

 

Atvikið náðist á myndband og voru það félagar Jasons sem urðu vitni að atvikinu. Á myndbandinu má heyra félaga hans öskra og virðast einhverjir hafa talið að þarna væri síðasta stund félaga þeirra runnin upp.

Atvikið varð á vinsælum brimbrettastað skammt frá Gracetown í vesturhluta Ástralíu. Hákarlinn náði að læsa tönnunum í brimbrettinu og skarst Jason nokkuð illa á öðrum fætinum. Hann hefur líklega aldrei synt eins hratt og þegar hann reyndi að forða sér í land – sem honum tókst með naumindum.

Skömmu áður en atvikið varð hafði annar brimbrettakappi, Alejandro Travaglini, verið bitinn skammt frá. Hann gekkst undir aðgerð eftir að hafa verið bitinn illa í fæturna.

EXCLUSIVE VIDEO

EXCLUSIVE VIDEOAlex Travaglini was just one of two surfers injured in separate shark attacks in Gracetown yesterday. Seven News has obtained exclusive video of the second attack, where surfer Jason Longgrass fought his way free.We warn Rick Ardon's report contains pictures that may be confronting.

Posted by 7 News Perth on 17. apríl 2018

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar