fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Verndartollar Trumps, Smoot-Hawley – og Ferris Bueller

Egill Helgason
Laugardaginn 3. mars 2018 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump ætlar að hækka tolla á stál um 25 prósent og á ál um 10 prósent. Hann lýsir því yfir í tvíti að viðskiptastríð séu holl, annars myndum við ekki hafa Alþjóða viðskiptastofnunina. En líklegt er að Evrópa, Kanada, Kína, Mexíkó og fleiri ríki svari í sömu mynt.

Einn vinur minn í Bandaríkjunum segir – hvers vegna að hjálpa bandarísku stál- og álrisunum en skaða alla aðra í landinu? Er Trump að vinna fyrir Pútín? spyr hann.

Menn hafa rifjað upp þegar tollar voru settir á í stórum stíl rétt um það leyti þegar heimskreppan var að hefjast 1929. Þetta var byggt á frumvarpi sem var lagt fram af þingmönnum sem hétu Willis Hawley og Reed Smoot. Á tíma Roosevelts forseta var ráðist í að afnema þessa lagasetningu. Æ síðan hefur Smoot-Hawley lagasetningin verið umfjöllunarefni hagfræðinga – og líka kennsluefni í sögutímum í skólum vestanhafs.

Kannski er þetta flestum gleymt fyrr en nú að Trump – ólíkt sumum fyrrverandi forsetum – ætlar að standa við digurbarkalegar yfirlýsingar sínar um verndartolla.

En hér er atriði úr hinni stórkostlegu gamanmynd Ferris Bueller´s Day Off. Þar er kennari að reyna að segja hálfmeðvitundarlausum nemendum frá Smoot-Hawley.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna