fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Umskurðarfrumvarpið verður svæft í þinginu

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guardian birtir grein um íslenska frumvarpið um bann við umskurð drengja. Greinin hefur þann kost að hún setur hlutina í alþjóðlegt samhengi. Hins vegar ber hún þess vott að greinarhöfundur þekkir ekki aðstæður á Íslandi.

Frumvarpið er flutt af þingmönnum. Hér á landi er algjörlega undir hælinn lagt hvort slík frumvörp komast yfirleitt á dagskrá þingsins. Og ef það gerist, þá eru þau gjarnan sett í nefnd og daga þar uppi – eru svæfð eins og það heitir á máli stjórnmálanna.

Hér skal því spáð að þetta gerist með umskurðarfrumvarpið. Það mun gleymast. En það er aðeins farið að hitna í kolunum þegar þetta er komið í heimspressuna og trúarleiðtogar úr ýmsum söfnuðum eru farnir að tjá sig um málið.

Hér á Íslandi eru þessar aðgerðir mjög fátíðar. Manni heyrist líka að íslenskir læknar vilji helst ekki taka þær að sér. Þeir hafa líka nóg annað að gera – eins og allir þekkja sem reyna að komast til læknis á Íslandi. Hins vegar er umskurður mjög algengur víða um heim. Í Bandaríkjunum eru 58 prósent karla umskornir – og það er langt í frá alltaf vegna trúarbragða, heldur hefur það álit verið útbreitt að þetta sé heilsufarsmál. Eitthvað hefur tíðni umskurðar þó farið minnkandi vestanhafs.

En eins og segir, þá kemur þetta mál okkur ekkert sérstaklega mikið við. Við erum svo langt frá heiminum í þessum efnum með okkar örfáu gyðinga og múslima. Það er auðvelt fyrir okkur að taka voða harða prinsíppafstöðu á Facebook. En það flökrar að manni að þetta sé slagur sem við þurfum ekkert endilega að taka. Og líklega mun það birtast í starfi Alþingis – þegar umskurðarfrumvarpið sofnar þar. Það er til dæmis afar ólíklegt að ríkisstjórnin hafi nokkurn áhuga á að þurfa að svara fyrir þetta mál.

Og við höfum kannski um margt þarfara að rífast á netinu….

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar