fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Viðar stelur senunni

Egill Helgason
Föstudaginn 12. janúar 2018 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen hefur stolið senunni í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á samskiptamiðlum keppist fólk við að deila viðtölum við Viðar og ummælum eftir hann. Flest hafa þau fallið á Útvarpi Sögu. Þangað til í dag hafa sennilega fæstir þekkt Viðar – nú er hann strax orðinn landsþekktur fyrir skoðanir sem teljast lengst úti í jaðri.

Á forsíðumynd af frambjóðendunum sem birtist í Fréttablaðinu í dag hefur Viðar lætt hönd sinni yfir öxl Áslaugar Friðriksdóttur. Hann virkar eins og algjör senuþjófur. Hinir frambjóðendurnir kunna honum varla miklar þakkir fyrir.

Annars er ekki sérlega auðvelt að segja hvernig prófkjörið fer. Kjartan Magnússon er sagður hafa unnið geysilega vel innan flokksins, mætt á fundi, hann þekkir fólkið og gæti uppskorið eftir því. Konur í flokknum – sem hafa oft átt undir högg að sækja – fylkja sér líklega að bak Áslaugu Friðriksdóttur. Eyþór kemur að utan, var í bæjarstjórn í Árborg, en reyndar upprunninn í Vesturbænum og býr þar nú. Hann er einn aðaleigandi Morgunblaðsins, fyrirferðarmikill í viðskiptalífinu en umdeildur. Baráttan stendur væntanlega milli þeirra þriggja.

Vilhjálmur Bjarnason bauð sig óvænt fram á síðustu stundu. Hann býr í Garðabæ, var þingmaður Suðvesturkjördæmis, en er upprunninn í Hlíðunum. En eins og það var orðað í mín eyru hefur hann ekki sérlega sterkan „prófíl“ í borgarmálunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG