fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Góði Úlfurinn: Garðpartý og tónleikar á sumardaginn fyrsta

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 14:00

Mynd: Þórsteinn Sigurðsson (XDEATHROW)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Góði úlfurinn sló í gegn undir lok árs 2017, fyrst með laginu Græða peninginn og síðan Hvenær kemur frí?

Góði úlfurinn er listamannsnafn Úlfs Emilio en hann er 10 ára gamall og nemandi í 5. bekk í Austurbæjarskóla. Og á sumardaginn fyrsta býður hann öllum í garðpartý, þar sem hann mun að sjálfsögðu taka lagið og það tvisvar.

Tilefnið er ærið, því Úlfur og fjölskylda hans eru að flytja til útlanda. „Það er því nokkurn veginn allt til sölu,“ segir móðir hans Tina Þórudóttir Þorvaldar heklari.

Það er allskonar skran og góss til sölu. „Eins og til dæmis hannyrðir, heklbækurnar mínar, garn, bækur,, leikföng, föt og fleira.“

Góði Úlfurinn mun taka lagið kl. 14 og aftur kl. 16. Það er því tilvalið að taka göngutúr um Norðurmýrina og kíkja í garðpartý, en fjölskyldan býr á Gunnarsbraut 32.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun