fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Ekki svo slæmt ár að öllu leyti

Egill Helgason
Föstudaginn 30. desember 2016 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2016 hefur að sumu leyti verið erfitt ár og sumir segja jafnvel að það sé annus horribilis. Það sem er áhyggjusamlegast er framrás öfgaafla og hvernig frjálslyndi og mannúð eiga í vök að verjast fyrir náungum eins og Pútín, Erdogan og Trump. Manni óar vissulega við heimi sem er undir stjórn slíkra manna.

En að ýmsu öðru leyti hefur 2016 ekki verið svo slæmt ár. Í grein í Guardian er bent á ýmislegt því til stuðnings. Það er hins vegar spurning hvernig eilíft vafur á frétta- og samskiptamiðlum hefur áhrif á hvernig við skynjum heiminn. Tíðindin þjóta framhjá, misjafnlega slæm, og maður fær á tilfinninguna að veröldin sé óskiljanleg, brotakennd, stórhættuleg.

Samkvæmt tölfræði Guardian fækkar þeim enn sem bíða bana í vopnuðum átökum í heiminum – sú tala hefur farið lækkandi um nokkurt skeið. Blaðið segir að útblástur koltvísýrings sé hættur að aukast. Að glæpatíðni lækki enn í Bretlandi – það er þróun sem hefur átt sér stað um öll Vesturlönd. Að teikn séu um að hægi á fjölgun mannkyns.

Ennfremur að lífslíkur séu nú tíu árum hærri en þær voru 1980. Þetta er ekki síst því að þakka að skæðum smitsjúdómum hefur verið útrýmt – blaðið nefnir sérstaklega baráttuna gegn malaríu. Einnig er bent á að þeim sem lifa í algjörri fátækt fækki stöðugt, jafnvel þótt íbúum jarðarinnar fjölgi. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári, hagkerfi hafa vaxið og fjölgað hefur í millistétt, Guardian segir að á hverju ári sleppi að jafnaði 50 milljón manns úr algjörri fátækt, en það jafngildir íbúatölu Suður-Kóreu og eða Kambódíu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar