fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Forsetinn líklega fundinn – Davíð misreiknar sig illilega

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. maí 2016 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirburðir eins og Guðni Th. Jóhannesson nýtur  – samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins – hafa vart sést í forsetakosningum áður. Gleymum ekki að menn hafa talið að þetta yrðu harðar kosningar þar sem forsetinn yrði jafnvel kosinn með fjórðungi atkvæða.

En það virðist ekki ætla að gerast. Guðni er með tæplega 70 prósenta fylgi í könnunninni. Maður sér varla að hróflað verði við Guðna úr þessu – hann er máski óreyndur í stjórnmálum en hann hefur hvergi stigið feilspor enn. Kosningabarátta hans virðist vel skipulögð og yfirveguð.

Þjóðin er semsagt komin býsna nálægt því að velja sér forseta og liggur við að sé hægt að snúa sér að talsvert mikilvægari kosningum, nefnilega alþingiskosningunum sem verða í haust. Ég hef heyrt þeirri kenningu fleytt að fólk muni láta nægja að veita þeim Ólafi Ragnari og Davíð ráðningu, en fari svo og kjósi gömlu flokkana í haust. Tek fram að ég ætla ekki að kvitta undir þetta sjálfur.

Enda hef ég margoft skýrt frá því að ég er ekki mikill spámaður. Þó lét ég þau orð falla í morgunkaffi í fyrradag að Davíð Oddsson væri 15 prósenta maður. Hann er með 13,7 prósent í könnun Fréttablaðsins. Margir hafa líklega haldið að hann yrði hærri – en það verður bara að segjast eins og er að hversu merkur sem stjórnmálaferill Davíðs kann að vera, þá er er hann ekki þeim kostum búinn sem Íslendingar leita að í forseta sínum.

Verður ekki betur séð en að Davíð hafi misreiknað sig illa með framboði sínu.

Og kannski verða kosningar sem talið var að yrðu mjög spennandi alls ekkert spennandi þegar allt kemur til alls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti