fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

List eða…

Egill Helgason
Föstudaginn 22. júní 2007 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

calle.jpg

Franska listakonan Sophie Calle er aðal hittið á tvíæringnum í Feneyjum. Kærasti hennar einn sendi henni sms og sagði henni upp. Þetta verður henni uppistaða að miklu verki. Calle hefur látið 107 konur lesa skilaboðin og segja álit sitt á þeim, alls konar konur – skákmeistara, leikkonuna Jeanne Moreau, sálfræðing og dómara.

 

Gamli kærastinn fær heldur slæma útreið. En verkið hefur tryggt Sophie Calle stjörnusess á tvíæringnum.

Einu sinni þekkti ég mann sem var í sambandi við konu. Þegar slitnaði uppúr því orti hún ljóð um hann í Lesbókina. Það þótti slæmt, eiginlega það versta sem hægt var að lenda í. Svo þekkti ég annan mann sem átti konu sem skildi við hann – hún skrifaði bók um hann. Hann átti sér eiginlega ekki viðreisnar von eftir það. Flutti stuttu seinna úr borginni og norður í land.
En aftur að listinni. Fyrir nokkrum árum sýndi breska listakonan Tracy Emin verk í Tate galleríinu í London sem hún kallaði Rúmið mitt.

Rúmið var heldur sóðalegt. Þar var hægt að finna merki um alls kyns líkamsvessa. Á gólfinu voru skítugar nærbuxur og smokkar. Emin átti að hafa legið í bælinu í marga daga vegna þunglyndis.

Þetta sló líka í gegn. Síðan er Tracy Emin stórstjarna í listaheiminum. Hún keppir við snilling eins og Damien Hirst sem er frægastur fyrir að setja skepnur í formalín.

En er þetta list – eða bara sjálfhverft runk?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans