fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Fjármálamiðstöð, Framsókn og flokksþing

Egill Helgason
Föstudaginn 16. janúar 2009 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það rifjast upp fyrir manni hrollvekjandi tillögur um Ísland sem fjármálamiðstöð. Þessi hugmynd var sérstakt fósturbarn Halldórs Ásgrímssonar eins og sjá má í pistli eftir aðstoðarmann hans. Þar má einnig smella á hlekk og skoða skýrslu nefndarinnar.

Í framhaldi af því vekur athygli hverjir sátu í nefndinni. Framsóknartengingarnar leyna sér ekki. Formaður var sjálfur Sigurður Einarsson í Kaupþingi, en þarna voru líka Pálmi Haraldsson kaupsýslumaður og ötull styrktaraðili Framsóknar og Jón Sigurðsson sem þá var Seðlabankastjóri en varð síðar formaður flokksins.

Framsókn heldur flokksþing nú um helgina. Það er ólíklegt að flokkurinn eigi mikinn séns nema hann geri upp við þessa fortíð alla, einkavæðingu bankana og spillingaröflin í kringum hann.

Ungur framsóknarmaður með sögufrægt nafn, Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ, skrifaði grein um þetta í Morgunblaðið fyrr í vikunni. Hann sagði:

„ÞJÓÐIN stendur á tímamótum; það gerir Framsóknarflokkurinn einnig. Flokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar íslensku ríkisbankarnir voru seldir til einkaaðila. Nú liggur fyrir að sala bankanna er stór örlagavaldur um það hvernig komið er fyrir þjóðinni. Sérstaklega hvernig staðið var að sölu bankanna.

Sala bankanna hefur verið mikið gagnrýnd í þjóðfélaginu. Sú gagnrýni hófst strax við sölu bankanna fyrir nær sex árum. Gagnrýnin er ekki bundin við hrun bankanna nú. Hins vegar hefur og mun hrunið beina kastljósinu í ríkara mæli en áður að því hvernig staðið var að sölu þeirra.

Framsóknarflokkurinn ber þar mikla ábyrgð. Það má vel vera að allir þeir sem þar komu að verki hafi verið í góðri trú og talið sig vera að gera rétt. Það breytir ekki því að afleiðingar aðgerðanna eru þessari þjóð afar dýrkeyptar og mun þjóðin þurfa að taka á sig skellinn á næstu árum.

Mörg afglöp, viljandi eða óviljandi voru eflaust gerð við einkavæðingu bankanna. Eflaust liggja stærstu afglöpin í því að þeir sem fengu að kaupa bankanna greiddu kaupverðið að mestu með lánsfé. Það er á ábyrgð seljanda að kanna hvaðan eigið fé kaupanda kemur og hvort að um lánsfé eða raunverulegt eigið fé sé að ræða. Sú ábyrgð er enn meiri þegar um er að ræða fjármálastofnanir sem eru í raun kerfisbankar.

Með því að leyfa það var hættunni strax boðið heim; því eftir höfðinu dansa limirnir. Í kjölfarið fylgdi óheft skuldsetning íslenska bankakerfisins þar sem skuldsett kaup á fyrirtækjum voru nánast daglegt brauð. Krosseignatengsl og skuldsetning eignarhaldsfélaga sem áttu kannski ekkert annað en hlut í öðru eignarhaldsfélagi sem síðan átti hlut í öðru félagi settu bankakerfið í þrot.

Hlutur Framsóknarflokksins í þessu ferli þarf að koma upp á borðið. Þeir sem stóðu að þessari sölu verða að skýra frá öllum staðreyndum málsins þegar í stað. Ekki gengur að vera með eitthvert hálfkák og vísa í fyrri úttektir ríkisendurskoðunar eða að erlendir sérfræðingar hafi mælt með þessari sölu og þeim aðferðum sem voru notaðar. Þjóðin veit betur. Við verðum að gera hreint fyrir okkar dyrum.

Þjóðin mun ekki íhuga fyrirgefningu fyrr en við sjálf sýnum iðrun gjörða okkar.“

fjármálamoðst

http://bingi.blog.is/blog/bingi/entry/54828/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit