fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Ríkið lítur undan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2010 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður skrifar afar umhugsunarverða bakþanka á öftustu síðu Viðskiptablaðsins í dag undir yfirskriftinni Ríkið lítur undan:

— — —

„Það er ríkt í landsmönnum að líta til ríkisins eftir lausnum á þeim vandamálum sem við okkur blasa. Ef rýnt er í áherslur þess frá bankahruni virðist þó sem einum hópi hafi verið hjálpað mun meira en öðrum. Sá hópur er fjármagnseigendur

Með loforði ríkisins um að allar innlendar innstæður væru tryggðar gekkst það í ábyrgð fyrir mörg hundruð milljarða króna í eigu stóreignafólks.Eignir voru færðar frá gömlu bönkunum til að mæta þeim og ríkið samþykkti að greiða 184 milljarða til viðbótar.

Samkvæmt lögum var lágmarkstrygging innstæðna um 3,8 milljónir króna. Það er ekki hátt hlutfall Íslendinga sem á hærri innstæður en það. Því skipti loforðið flesta engu máli. Fyrir því eru rök um að nauðsynlegt sé að tryggja innstæður, en þau breyta ekki því hverjir það eru sem hagnast mest á þeirri aðgerð. Annað dæmi er inngrip banka í peningamarkaðssjóði sína. Þar var ákveðið að kaupa út verðlítil skuldabréf fallinna fyrirtækja fyrir tugi milljarða á grundvelli verðmats sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Sjóðirnir voru markaðssettir þannig að þeir löðuðu til sín allskyns fólk. Stærstur hluti þeirra var þó í eigu stórra fjármagnseigenda.

Nýju bankarnir fengu 44% afslátt af skuldum heimilanna. Haldbær rök sýna að ekki sé hægt að fara í flata niðurfellingu skulda þar sem afskrifa þurfi meira hjá sumum en öðrum. Þeir sem þurfa á mestum afskriftum að halda eru þeir sem keyptu sér dýrustu húsin, sem skuldsettu sig mest og höfðu hæstu greiðslugetuna á mánuði. Þeir sem áttu pening.

Á sama tíma stendur hinn venjulegi íslenski launamaður, sem átti engan sparnað og lifði frá launatékka til launatékka, á hliðarlínunni. Hann er með neikvæða eignarstöðu í húsinu sínu, verðbólgan hefur étið upp virði launa hans, hann horfir á skatta sína hækka og á opinbera þjónustu dragast saman. Hann lítur til ríkisins, sem á móti lítur undan. Það hefur þegar ákveðið hvar það nýtir svigrúm sitt til aðgerða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“