fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Skattar, skattbyrði, laun og félagslegt öryggi

Egill Helgason
Föstudaginn 26. október 2012 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Eyjunni segir frá því að skattar í heiminum séu hæstir í Danmörku, en Íslendingar séu með talsvert lægri skattbyrði en hin Norðurlöndin.

Þetta er dálítið á skjön við það sem oft heyrist í umræðunni hér heima.

Það hefur verið sagt um Norðurlöndin að galdurinn við velferðarsamfélögin þar sé að fólk borgi háa skatta – með glöðu geði.

Oft sýna skoðanakannanir á Norðurlöndunum að það er ekki endilega vilji til að lækka skatta. Og það er líka merkilegt að í Danmörku, þar sem skattarnir eru hæstir, hafa hægri stjórnir verið mjög fyrirferðarmiklar. Nýlokið er tíu ára valdaskeiði hægri flokka. Þeir lækkuðu ekki skattana.

En það er ljóst að á Norðurlöndunum fá borgararnir meira fyrir skattana sína en hér, að því þarf að gæta í samanburðinum. Á Íslandi erum við líka skyldug til að greiða í lífeyrissjóði, þar er tekin stór klípa af laununum.

Menn geta svo velt fyrir sér hvort þetta kerfi er betra en til dæmis hið bandaríska. Þar þarf fólk að borga stjórar fjárhæðir fyrir menntun barna sinna, í sjúkratryggingar og lækniskostnað. Þegar upp er staðið er spurning hver heldur eftir meiru af launum sínum? Það þarf varla að ræða um hver býr við meira félagslegt öryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu