
Vilhjálmur Egilsson segir að kreppan sé búin. Hann hefur reyndar áður talað um að ekki væri hægt að komast út úr kreppunni með núverandi stefnu stjórnvalda, skattahækkunum og engri stóriðju. En við þurfum ekki að hengja okkur í það.
Auðvitað vonar maður að Vilhjálmur hafi rétt fyrir sér. En þótt kaupmáttur aukist pínulítið fer það að miklu leyti í skuldahít heimilanna.Við erum að dragast býsna langt aftur úr nágrannalöndunum.
Þar er dálítið merkilegt að skoða stærðirnar. Það er sagt að það muni kosta ríkissjóð að minnsta kosti 100 milljarða króna ef gengislánadómur Hæstaréttar stendur. Á sama tíma er rætt um að 50 milljarðar krónar verði afskrifaðir af kvótagreifanum Magnúsi Kristjánssyni í Vestmannaeyjum.
Það má náttúrlega ekki hugsa sér að kvótinn verði tekinn af neinum.