

Odd Nerdrum bjó um tíma í Reykjavík, í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti – húsi sem nú er í skelfilegri niðurníðslu.
Hann sagðist vera flóttamaður frá Noregi – honum lynti ekki við listaelítuna þar sem fannst púkalegt að mála eins og hann og kannski áttu skattamál einhvern þátt í þessu líka.
Því Nerdrum seldi málverk fyrir stórar fjárhæðir í Bandaríkjunum – þar var fólk sem skildi að hann er ansi fínn listamaður.
Nedrum gekk um göturnar í Reykjavík í sínum skósíða kufli – eins og miðaldamaður í klæðaburði. Við vorum nágrannar og heilsuðumst, hann kallaði mig „Silfur Egils“.
Hann kom eitt sinn í viðtal í þáttinn hjá mér og var mjög ánægður með það.
Nú hafa Norðmenn dæmt karlinn í næstum þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik – það er vegna tekna sem hann aflaði sér í Bandaríkjunum og greiddi ekki skatt af.

Málverk eftir Odd Nerdrum.