fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Forsetaembættið og þjóðaratkvæðagreiðslur

Egill Helgason
Laugardaginn 23. júní 2012 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver mesta lýðræðisyfirsjón seinni tíma á Íslandi var að senda EES samninginn ekki í þjóðaratkvæði. Í EES samningnum felst mikið fullveldisafsal – og hugsanlega brot á stjórnarskrá. Það er jafnvel hugsanlegt að í því skrefi að fara úr EES inn í ESB fælist minna afsal fullveldis en í EES samningnum.

EES samningnum hefði því skilyrðislaust átt að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar vildi það ekki – þjóðaratkvæðagreiðslur voru ekki tíðkaðar á Íslandi þess tíma – og Vigdís Finnbogadóttir forseti skrifaði undir lögin þrátt fyrir umræðu um að hún ætti beita synjunarvaldi sínu,

Eins er með Nató aðildina 1949. Fólk safnaðist fyrir utan Alþingishúsið til að mótmæla, en auðvitað hefði réttur farvegur fyrir þessa stóru ákvörðun verið þjóðaratkvæðagreiðsla.

Nú má vera að þessi mál hefðu verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er þó alls ekki víst. Nú teljum við sjálfsagt að þjóðin fái að hafa síðasta orðið um inngöngu í ESB. Ríkisstjórn sem reynir að víkjast undan þvi þarf ekki að kemba hærurnar.

Ólafur Ragnar Grímsson er fyrsti forseti Íslands sem fer að beita synjunarvaldi sínu, það þýðir að hann sendir mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lengi var sú meginkenning ríkjandi varðandi embættið að forsetinn hefði í raun ekki þetta vald.

Af þessum sökum er ekki óeðlilegt að umræðan um kosningarnar sé að einhverju leyti í þáskildagatíð, kosningarnar fjalla að miklu leyti um venjurnar í kringum embættið, og frambjóðendur séu spurðir:

Hefðirðu vísað Icesave I og II í þjóðaratkvæði? Hefðirðu vísað fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæði? Hefðirðu vísað EES í þjóðaratkvæði? Já, og jafnvel, hefðirðu vísað Nató í þjóðaratkvæði?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé