
Það er hægt að koma með tal um að ekkert traust sé milli stjórnar og stjórnarandstöðu – og það sé ástæðan fyrir því að þinglok dragast.
Þetta er samt það sem heitir á vondu máli leim afsökun.
Eftir öskurkeppnina og málþófið á þinginu í vetur er sjálfsagt ekki mikið traust.
En staðreyndin er samt sú að Sjálfstæðisflokkurinn og hluti Framsóknarflokksins ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva frumvarpið um veiðigjöldin.
Jafnvel þótt það hafi meirihluta á Alþingi – og jafnvel þótt stjórnarliðið virðist stöðugt vera að lækka upphæðina.