fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Forsetinn og utanríkisstefnan

Egill Helgason
Laugardaginn 26. maí 2012 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ber vott um að nokkrar áhyggjur ríki í herbúðum Þóru Arnórsdóttur þegar stjórnarkona úr kvennahreyfingu Samfylkingarinnar skrifar og heldur því fram að Ólafur Ragnar Grímsson sé karlremba. Þetta fær nokkrar undirtektir hjá stuðningsmönnum Þóru á Facebook – jú, kannski hefur þetta einhver áhrif, en þetta er dálítið eins og að skjóta út í loftið í von um að það hitti.

Það eru þó miklu áhugaverðari hlutir að gerast í kosningabaráttunni, eins og þegar Ólafur Ragnar lýsir því yfir fullum fetum að forseti hafi utanríkisstefnu. Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur hefði aldrei dottið í hug að þau hefðu sína eigin utanríkisstefnu. Bæði höfðu þau til dæmis verið á móti her í landi – það var stærsta deiluefni þeirra tíma – en þau pössuðu sig að hafa ekki neina skoðun á þessum málum á forsetastóli.

Ólafur gerist djarfari í túlkun sinni á forsetaembættinu með hverjum deginum. Hann virðist hafa eignast óvæntan bandamann í Svani Kristjánssyni. Stjórnmálamenn eru hins vegar farnir að skjálfa vegna þessa – og í raun gæti þarna verið tækifæri fyrir stuðningsmenn Þóru til að reyna að skilja eitthvað af Sjálfstæðisflokksfylginu frá Ólafi. Því forystu Sjálfstæðisflokksins líst alls ekki á Ólaf Ragnar í þessum ham, Sjálfstæðisflokkurinn gæti jú komist í ríkisstjórn og þurft að glíma við hann.

Það er sagt að Björn Bjarnason ætli að styðja Ara Trausta Guðmundsson. Það kemur vel á vondan, því Ari var í langan tíma foringi í einhverjum hörðustu kommúnistasamtökum sem hafa starfað á Íslandi.

En þarna eru markalínur. Ólafur Ragnar seilist til æ meiri valda, en á Þóru er að heyra að hún hafi aðrar hugmyndir um embættið. Hún mun ábyggilega ekki koma sér upp sinni eigin utanríkisstefnu og nú talar hún um að beita eigi málskotsréttinum í ítrustu neyð. Maður veit svosem ekki hver slík neyðartilvik yrðu – Vigdís tók sem dæmi eftir að hún lét af embætti að hún hefði aldrei samþykkt að dauðarefsingar yrðu teknar upp – en ef má marka þetta er hugsanlegt að Þóra myndi aldrei nota málskotsréttinn næði hún kjöri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé