

Það verða að sjálfsagt að einhverju leyti fagnaðarfundir þegar þeir hittast Ólafur Ragnar Grímsson og Vaclav Klaus, forseti Tékklands.
Báðir eru þeir gamlir stjórnmálarefir, og eitt eiga þeir sameiginlegt: Þeir eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu.
Ekki er víst að þeir séu sammála um annað. Klaus telur umhverfisverndarsinna vera arftaka gömlu kommúnistanna – og hann er efasemdamaður um að jörðin sé að hlýna.
En eins og kunnugt er hefur Ólafur Ragnar beitt sér mikið í loftslagsmálum og miklir kærleikar eru með honum og Al Gore.
Annars er Klaus einna frægastur núorðið fyrir einstaklega pínlega uppákomu sem varð í Chile í fyrra, þar sem hann var staðinn að verki við að stela penna: