

Víða í útlöndum ganga þær sögur að hér á Íslandi hafi orðið þjóðfélagsbylting og tekist hafi að byggja upp réttlátara samfélag en áður.
Hér á þessari víðlesnu Facebook-síðu sem nefnist Repeace er Ísland sett fram sem fyrirmynd um hvernig þjóðir eigi að velta af sér oki fjármálakerfisins.
Það er spurt hvers vegna sé fjallað um Egyptaland í erlendum fjölmiðlum en ekki Ísland.
Hvað finnst fólki – er þetta svona, eða hefur eitthvað skolast til?
Það verður reyndar ekki betur séð á myndinni en að búið sé að hengja einn mann upp í staur…
