
Það hefur verið rætt nokkuð um netkannanir að undanförnu – einkum þegar fjölmiðlar eru farnir að slá upp niðurstöðum þeirra eins og alvöru skoðanakönnunum.
Þær eru margar netkannanirnar.
Hér er til dæmis ein frá Útvarpi Sögu sem sýnir að Hægri grænir fá hreinan meirihluta á þingi í næstu kosningum, hvorki meira né minna en 57 prósent atkvæða.
Framsóknarflokkurinn fær 12 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 10, Samfylkingin ekki nema 2 prósent og VG 1 prósent.