fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Erfitt vor fyrir ríkisstjórnina

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. apríl 2012 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið er að hefjast aftur og margir telja líklegt að það standi fram á sumar – að því verði varla lokið fyrr en undir forsetakosningar í lok júní.

Það eru stór mál sem ríkisstjórnin ætlar að reyna að koma í gegn, þeirra stærst kvótamálið og rammaáætlun.

Bæði eru fjarskalega umdeild. Útgerðin hefur mætt sjávarútvegsfrumvörpunum með öllum sínum áróðursþunga, en innan stjórnarliðsins er líka fólk sem er sáróánægt með frumvörpin. Stjórnarliðar eru mjög ósamstíga í málinu. Það er því stór spurning hvort það nái í gegnum þingið?

Rammaáætlunin stendur líka frekar veikt. Það er dálítið erfitt að halda því fram að þetta sé sátt sem komi úr þartilgerðri nefnd, því ríkisstjórnin fór að krukka í áætlunina eftir að nefndin lagði hana fram. Það er því algjörlega viðbúið að rammaáætluninni verði umturnað þegar önnur ríkisstjórn kemst til valda.

Aftur heyrast kröfur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna – þetta er umræða sem kemur og fer en hverfur aldrei. Nú segja þingmenn Hreyfingarinnar að þeir gætu stutt vantraust á ríkisstjórnina ef ekkert verður að gert. Í maí er von á útreikningi frá bönkunum vegna gengislána, þá munu sumir hrósa happi vegna hverfandi skulda, en hætt er við að þeir sem sitja uppi með sín verðtryggðu lán – það er gjarnan fólkið sem býr við minni efni – finni til nokkurrar óánægju.

Ein hugmynd sem heyrðist á dögunum var að reyna að bæta fólki skaðann gegnum barnabætur, en þá er til þess að líta að barnabætur hafa verið lækkaðar ansi hressilega.

Ekki er talið sérlega líklegt að ríkisstjórnin reyni að koma tímasetningu á þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs í gegnum þingið í vor – það bíður haustsins.

Þetta verður erfiður tími fyrir ríkisstjórnina, átakatími, og hún styðst við nauman meirihluta. Hún virðist þó nánast ódrepandi, en óeiningin um sjávarútvegsmálin gætu þó farið langleiðina með að ganga af henni dauðri. Það er helst þar sem hún gæti sprungið á limminu í vor og sumar, en svo kemur kosningavetur, fullur af taugaveiklun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar