fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Pandóruaskja

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. apríl 2012 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið uppnám vegna dómsuppkvaðningar Landsdóms í gær.

Geir Haarde segir að draga eigi Steingrím J. Sigfússon fyrir dóm vegna sölu ríkiseigna 1990 – og þá mætti halda áfram, ætti kannski að dæma vegna sölunnar á SR-mjöli, vegna einkavæðingar bankanna og vegna Icesave?

Það mætti jafnvel halda því fram að þarna hafi opnast Pandóruaskja.

Sigurður Líndal segir að úrskurður landsdóms snúist ekki um formsatriði – málið sé alvarlegra en svo.

En það sem Geir er dæmdur fyrir hefur samt verið lenska í stjórnmálunum – þótt líklega hafi það aldrei birst í jafn alvarlegri mynd og árið 2008.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru ekki mikið í því að hafa samráð við ráðherra sína – eða hafa menn gleymt Íraksstríðinu?

Þegar Geir og Ingibjörg Sólrun tóku við fór allt í sama farveg – þau voru ekki að láta aðra ráðherra þvælast fyrir sér. Það sem flækti hins vegar málin var að Davíð Oddsson var enn á kreiki og taldi sig eiga að ráða. Þannig varð þetta fremur ógæfulegur ástarþríhyrningur.

Og svo eru það Jóhanna og Steingrímur – það verður ekki annað séð en að þau hafi sama háttinn á.

En í raun er þetta áfellisdómur yfir þessari tegund af stjórnsýslu. Hann var reyndar áður kominn fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Í ríki eins og okkar á ekki að þurfa að stjórna með leynipukri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar