
Í alkafræðunum segir að þegar allir eru orðnir vitleysingar í kringum mann þurfi maður kannski að fara að hugsa sinn ganga.
Hagfræðiprófessorinn Þráinn Eggertsson er í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hann fárast yfir öllum vitleysingunum sem hafi farið á kreik eftir hrunið.
Þessir vitleysingar eru fólk sem er með aðrar hugmyndir en Þráinn um hagkerfið – hugmyndir sem byggjast ekki á markaðsfúndamentalisma.
Og svo er náttúrlega spurningin hvort vitleysingunum hefur fjölgað – eða hvort áhrif þeirra náðu ekki einmitt hámarki á árunum eftir 2000 þegar hagkerfi heimsins var stefnt í hrun sem enn sér ekki fyrir endann á?