
Jónína Benediktsdóttir skrifar bráðskemmtilega grein í Morgunblaðið í dag. Þar kemst hún meðal annars að þeirri niðurstöðu að Kínverjar geti prísað sig sæla fyrir að hafa ekki lent undir Samfylkingunni.
Jónína varar Kínverja líka við því að „hrægammakapítalisminn“ nái völdum þar eystra – líkt og hann gerði á Íslandi.
Jónína ávarpar Wen Jiabao forsætisráðherra – maður spyr sig hvort næsta skref hjá Jónínu sé ekki að leita pólitísks hælis í Kína, fjarri „landráðamönnunum“ sem hafa ánetjast því spillta bákni ESB eins og Jónína orðar það.