
Brynjar Níelsson skrifar grein þar sem hann segir að sé nóg komið af „árásum“ á Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara.
Hængurinn er bara sá að svona virka pólitískar stöðuveitingar.
Þeir sem fá embætti úthlutað pólitískt þurfa að sæta því að njóta ekki trausts.
Og skiptir þá ekki máli hvort þetta eru sérstök valmenni eða ekki.
Pólitískar stöðuveitingar eru mein. Þær eiga ekki að líðast, þær grafa undan samfélaginu og gefa til kynna að flokkshollusta, frændskapur og fleðugangur séu mikilvægari en hæfileikar, reynsla og menntun.
Það er sjálfsögð krafa að ráðamenn iðki ekki slíkar stöðuveitingar – en það verður líka að horfa til þeirra sem þiggja slíkar stöður. Þeir ættu að hafa manndóm til að taka ekki við þeim.