
Baráttan um sjávarauðlindina harðnar stöðugt.
Morgunblaðið er nánast undirlagt af málinu dag eftir dag – í aðalfréttinni á forsíðu blaðsins í dag fullyrðir Ragnar Árnarson hagfræðiprófessor að hækkað veiðigjald myndi ekki bara ríða útgerðinni á slig, það yrði einnig mikill skellur fyrir bankana.
DV er með stríðsforsíðu þar sem segir að Samherji eigi 8 milljarða króna í skattaskjóli á Kýpur. Blaðið hefur eftir Þorsteini Má Baldvinssyni að hann ætli ekki að fara að tja sig um málið.