fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Almennur sóðaskapur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. apríl 2012 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í frétt RÚV er sagt frá því að hópur hafi verið stofnaður á netinu þar sem fólk er hvatt til að fara út og tína rusl í svartan plastpoka.

Mun ekki af veita. Sóðaskapurinn í borginni eftir veturinn er almennur og skelfilegur – maður veltir því fyrir sér hvað sé að fólki sem hendir rusli út um allt.

Hvernig hegðar það sér á öðrum sviðum tilverunnar?

Maður lítur undir runna og út í horn – alls staðar er rusl.

Það segir í fréttinni að borgin ráði ekki við þetta.

Hún gengur reyndar ekki undan með sérlega góðu fordæmi. Götuhreinsun er afskaplega veikburða, nema helst á sumrin þegar starfskrafta skólafólks nýtur við, og sorphirða hefur verið skorin niður.

Í morgun var hirt sorp hér í hverfinu – þá voru liðnir fjórtán dagar frá því sorpið hafði verið tekið síðast, en á milli var páskahátíðin þar sem fellur til mikið heimilissorp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar