fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Fólkið fyrst

Egill Helgason
Mánudaginn 16. apríl 2012 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Joly á í erfiðleikum í frönsku kosningunum., en fyrri umferð þeirra verður nú um helgina. Hún er kannski ekki nógu mælsk, hún er útlendingur – vændræði með stefnu hennar og Græningja í kjarnorkumálum hafa líka spillt fyrir. En Græningjar hafa svosem aldrei skorað hátt í forsetakosningum – í fyrri umferðinni er aðalmálið að vera með til að vekja athygli á málefnum flokkanna og til að styrkja samningsstöðu þeirra.. Í seinni umferðinni er kosið milli tveggja efstu, það eru ávallt leiðtogi hægrimanna og leiðtogi sósíalista – undantekningin var 2002 þegar Jean Marie Le Pen komst í seinni umferðina.

Maðurinn sem er að setja strik í reikninginn í kosningunum núna er hinn 61 árs gamli Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi Vinstri fylkingarinnar. Hann virðist vera sá frambjóðandi sem nær að tala beint til óánægðra kjósenda og í skoðanakönnunum hefur fengið allt upp í 17 prósent. Mélenchon er víða lýst sem óðum vinstri manni, en hann hefur þó verið meðlimur í Sósíalistaflokknum – sem hefur margoft stjórnað Frakklandi –  og verið ráðherra á vegum flokksins.

Mélenchon yfirgaf Sósíalistaflokkinn 2008 og stofnaði Vinstri flokkinn svokallaðan.

The Economist gagnrýndi franska forsetaframbjóðendur fyrir að horfa alveg framhjá hættunum sem steðjuðu að franska hagkerfinu. Blaðið sagði að frambjóðendurnir þegðu um það sem skipti mestu máli.

Það er þó ekki víst að þetta eigi við um Mélenchon. Hann talar um að niðurskurðaraðgerðir í Evrópuríkjum séu að hafa öfug áhrif, þær magni kreppuna frekar en hitt, hann talar um ójöfnuð – og jú, hann er með róttækar tillögur eins og 100 prósenta skatt á tekjur yfir 500 þúsund evrum, eftirlaun fyrir alla sem eru komnir yfir sextugt, tuttugu prósenta hækkun á lágmarkslaunum og að Evrópski seðlabankinn skuli lána ríkjum með eins prósents vöxtum – eins og bankarnir fá. „Fólkið fyrst,“ er eitt kosningaslagorð Mélenchons.

Mörgum kann að virðast þetta út í hött – en kannski eru tillögur hinna engu raunsærri.

Mélenchon virðist hafa tekist það sem hefur ekki gerst í kosningum í Frakklandi í langan tíma, að fá verkalýðsstéttina á sitt band. Það hefur verið sagt að verkamenn hafi unnvörpum yfirgefið vinstrið og farið að kjósa Þjóðfylkingu Le Pens, sem er lengst til hægri. Það vakti mikla athygli þegar Mélenchon malaði Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í sjónvarpskappræðu um daginn og þótti sýna fram á hún bæri ekki hag verkafólks fyrir brjósti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar