
Noregur er réttarríki – og því er ekki komist hjá því að halda opin réttarhöld yfir Anders Breivik.
En það er raunalegt að horfa upp á þennan mann, fjöldamorðingjann, heilsandi með kveðju hægriöfgamanna, grátandi yfir eigin orðum – ekki af eftirsjá, nei, heldur vegna sjálfsupphafningar.
Helst vildi maður að hægt hefði verið að loka manninn inni og henda svo lyklinum, en, nei, það er ekki aðferð réttarríkisins.
Breivik er talinn sakhæfur. En það er líka ljóst að maðurinn er sýkópati – og þegar maður fylgist með honum í réttarsalnum kemur líka upp í hugann orðið narcissismi.