
Greinar Styrmis Gunnarssonar í Mogganum verða stöðugt áhugaverðari.
Styrmir telur sig vera Sjálfstæðismann – en í rauninni er það frá honum sem beittasta gagnrýnin á flokkinn kemur.
Hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að flokkurinn sé alltof undirgefinn hagsmunahópum.
Og í greininni sem Styrmir skrifaði í Moggann nú um helgina spurði hann hvor það væri regla að þriðja kynslóð í fjölskyldufyrirtækjum sólundi ættarsilfrinu.
Það dylst varla neinum við hvern hann á.