fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

The Dubliners

Egill Helgason
Mánudaginn 9. apríl 2012 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur voru til plötur með The Dubliners á heimili mínu. Ég lærði fullt af lögum þeirra, Dirty Old Town, The Foggy Dew og baráttusöngva eins og Wrap The Green Flag Round Me Boys. Gat sungið þetta með mikilli tilfinningu og leikið á tinflautu.

Af þessu varð ég mikill áhugamaður um Írland, írska sögu, tónlist og bókmenntir. Ennþá blundar í mér írskur repúblikani.

Ég ferðaðist heilmikið um Írland þegar ég var unglingur, það var allt annar staður en það er nú, fátæktarbæli, reyrt í íhaldssemi og kenningar kaþólsku kirkjunnar. En um leið undarlega heillandi staður með öllum sínum sögum, tónlist, skrítna fólki og gömlum sárindum.

Ég fór og hlustaði á Dubliners spila á tónleikum, það var upp í sveit fyrir utan Dublin, þá voru upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar með nema hinn rámi Ronnie Drew – ég náði að heyra í honum í klúbbi í borginni.

Reyndar var farið að halda því að manni á þessum tíma að Dubliners væru ekki nógu hreinir í músíkinni – það væri til miklu hreinni írskur tónn. Til að kanna það fór ég á stað sem heitir Doolin í Clare-héraði, en sagt var að þar væri sjálf uppsprettulind írskrar tónlistar. Og viti menn, þar var mikið af ungu tónistarfólki að spila með gömlum skrítnum körlum með sixpensara.

Á þessum árum kvæntust karlmenn almennt ekki í afskekktari héruðum Írlands – þeir voru ungir piparsveinar til fimmtugs og þá urðu þeir gamalmenni. Ég held þetta hafi átt við um marga hljóðfæraleikarana í Doolin.

Ég hef ekki hlustað mikið á Dubliners eða írska tónlist síðan þá. Þessum Írlandskafla ævi minnar lauk fyrir tvítugt. Seinna komst ég að því að Dubliners höfðu átt fyrirmynd í frægri sveit sem nefndist The Clancy Brothers. Þeir spiluðu mest í Bandaríkjunum og voru vinir Dylans þegar hann var að byrja. Dubliners voru þó óheflaðri en Clancy-bræðurnir – og pólitískari. Clancy-bræður voru í fallegum Aranpeysum (var þeim ekki heitt?) en Dubliners voru úfnir, skeggjaðir og ansi brennivíslegir.

Þeir urðu heldur ekki allir mjög gamlir. Luke Kelly, rauðhærði krulluhausinn, var þjóðargersemi, strákur úr verkalýðsstétt, uppreisnargjarn og frakkur,  flutningur hans á lögum eins The Town I Loved So Well og Raglan Road er ótrúlegur. Hann var aðeins 44 ára þegar hann dó 1984. Áfengið tók sinn toll.  Ciáran Bourke missti heilsuna snemma, um nokkurn tíma var hann heiðursmeðlimur í hljómsveitinni – hann fékk áfram sinn hluta af tekjunum.Hinn aðalsöngvarinn, Ronnie Drew, dó 2008.

Síðasti upphaflegi meðlimurinn, Barney McKenna, andaðist svo 5. apríl. Hann spilaði aðallega á banjó – hélt uppi fjöri með írskum rælum sem hann lék af mikilli list og var mjög vinsæll hjá áhorfendum.

Hér er flutningur Lukes Kelly og The Dubliners á dásamlega fallegu kvæði, Raglan Road, eftir Patrick Kavanagh. Kvæðið er líka til í mjög flottum flutningi annars Íra, Van Morrison – jú, þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum og ljóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“