
Einu sinni fannst manni föstudagurinn langi hræðilegur. Allt lokað, algjört fásinni, ekkert nema þyngsli og sinfóníugaul alls staðar.
Svo kemst maður til vits og ára og uppgötvar að þetta er frábær dagur – sérstaklega ef maður hefur tilhneigingu til félagsfælni.
Það ætlast enginn til neins af manni á þessum degi, enginn hringir og maður þarf ekkert að fara eða gera frekar en maður vill.
Mér finnst gott að hafa þetta svona af því ég er miðaldra og vil helst vera útaf fyrir mig. En einhvern tíma held ég að honum verði að ljúka þessum „helgidagafriði“ páskanna – ég hef farið víða um heim á páskum og hvergi kynnst öðru eins.