fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Að gefa ölmusu

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. apríl 2012 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona mín gerir grín að mér á ferðalögum sökum þess að betlarar og útigangsfólk koma auga á mig á löngu færi. Ég virðist vera útvalið skotmark fyrir slíkt fólk.

Þess vegna þarf ég helst að hafa vasa fulla af smápeningum í útlöndum – og reyndar sakar það ekki í miðborg Reykjavíkur.

Nú les ég á vefnum Túristi að þetta sé algjör vitleysa – maður eigi að gefa peningana í viðurkennd hjálparsamtök ellegar herða hjarta sitt.

Ég hef svosem aldrei ímyndað mér að öll framlög mín til betlar fari í mjög skynsamlegar þarfir, stundum renna þau kannski bara í að kaupa aðra flösku eða fix  – og kannski er ég bara að friða mína eigin samvisku.

Hér er klassískt atriði þar sem fjallað um the undeserving poor – þá fátæku sem eiga fátt gott skilið – og millistéttarsiðferði. Leikararnir eru Stanley Holloway og Rex Harrison, þetta er úr kvikmyndinni My Fair Lady – semsagt ættað frá George Bernard Shaw.

http://www.youtube.com/watch?v=6xXlAf_Zzwk

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar