fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Uppgjörið eftir hrunið, landsdómsleiðin og ályktun þingsins

Egill Helgason
Föstudaginn 20. janúar 2012 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður líklega að segjast að uppgjörið eftir hrunið á Íslandi hefur að talsverðu leyti farið í handaskolum.

Fjármálastofnanir voru endurreistar í sinni fyrri mynd – skuldabyrðum var velt yfir á almenning og þar eru þær ennþá.

Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings – það veikti ferlið svo mikið að varla verður séð að takist að gera alvöru breytingar á stjórnarskránni.

Flest sem stóð í skýrslu rannsóknarnefndar er rækilega gleymt. Nú er hart deilt um hvort Geir Haarde eigi að svara fyrir hrunið fyrir Landsdómi. En málið var sennilega ónýtt þegar kom í ljós að allir aðrir myndu sleppa. Réttarhaldið er í raun búið að snúast upp í pólitískt rifrildi. Landsdómsleiðin, sem mælt er um fyrir í 14. grein stjórnarskrárinnar (sem margir telja nú að eigi ekki að breyta) virðist ætla að reynast vera ófæra.

Nú er spurning hvað kemur frá sérstökum saksóknara og hvernig dómstólarnir taka þeim málum – það er spurning hvort fólk hefur sérlega háar væntingar til þess.

Fyrst sperrtu menn eyrun þegar farið var að tala um „svokallað“ hrun – nú þykir sá málflutningur bara nokkuð gjaldgengur. Hrunvaldar og hrunverjar eru orðnir mjög kokhraustir.

En hér er til upprifjunar þingsályktunin sem Alþingi samþykkti samhljóða eftir að hafa fjallað um skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar