fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Þjóð í ólestri

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. janúar 2012 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur bókmenntafóks stendur fyrir átaki sem kallast Þjóð í ólestri. Tilgangurinn er að vekja athygli á því að stór hópur ungmenna getur ekki lesið sér til gagns.

Það er reyndar alltaf eitthvert hlutfall þjóðar sem tæknilega ólæst eins og það hefur stundum verið kallað, en spurningin er hvort það sé stærra nú en fyrr.

Ekki vantar framboð af góðu lesefni fyrir börn og unglinga. Harry Potter-bækurnar eru eins og segull sem til að draga börn inn í heim lesturs – nú eru nýkomnar út aðrar bækur sem eru ekki ósvipaðar, fyrsta bindið nefnist Hungurleikarnir og er eftir Susanne Collins. Þetta eru miklu skemmtilegri bækur en mín kynslóð lét sér duga – hún las Enid Blyton upp til agna.

Ég man ekki til þess að skólinn hafi haft mikið um það að segja hvort maður fór að lesa bækur eða ekki. Textarnir sem voru lesnir þar höfðuðu yfirleitt lítt til manns – spegluðu gjarnan gamla sveitasamfélagið.

En samkeppnin við aðra miðla er feikilega hörð. Á mörgum heimilum eru sjónvörp með fjölda stöðva – og ýmsar tegundir af tölvum. Sumt af þessu er svo sterkt að það eru uppi kenningar um að það beyti heilastarfseminni. Þetta er meginskýringin á hnignandi bóklestri meðal ungmenna.

Sá sem eyðir löngum stundum í tölvuleikjum hefur einfaldlega ekki einbeitingu til að lesa texta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar