fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Varúð í viðskiptum við Kína og Rússland

Egill Helgason
Mánudaginn 14. október 2013 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu árin hafa verið á kreiki hugmyndir um að við Íslendingar ættum að leita eftir viðskiptatengslum við Kína og Rússland – það er þá væntanlega til mótvægis við Evrópusambandið þangað sem mest öll viðskipti okkar beinast og Bandaríkin.

En það er ýmislegt að varast.

Hvorki Kína né Rússland eru réttarríki. Aðstæður þar og siðferði er öðruvísi en það sem tíðkast (eða ætti að tíðkast) í viðskiptum á Vesturlöndum. Gegnsæi er ekkert í þessum ríkjum; viðskipti eru á gráu svæði milli ríkis og einkaframtaks og oft er erfitt að vita hvað er hvað.

Gamalreyndur kaupsýslumaður sem ég átti samtal við vestan hafs fyrir stuttu sagði að Íslendingar yrðu að gæta sín á Kínverjum og Rússum, gera ekkert nema að vel athuguðu máli, nauðsyn væri að kanna rækilega bakgrunn hugsanlegra viðskiptaaðila og fyrirætlanir þeirra.

Í morgun birtist athyglisverð grein eftir Árna Gunnarsson og Gest Ólafsson um misheppnað samstarf við Kínverja um byggingu heilsuþorps á Flúðum. Segir að greinin sé skrifuð til að minna á þá staðreynd að „ekki sé allt gull sem glóir“.

Nú er rætt um samstarf við Kína um olíuvinnslu, að Kínverjar séu hugsanlegir kaupendur að Íslandsbanka og jafnvel að Kínverjar gætu komið áformum um álversuppbyggingu til bjargar. Kannski er það gott og blessað, en Íslendingar, þessi frekar ringlaða örþjóð, verður þá að vita við hverja er að eiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“