fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Coelho mætir ekki til Frankfurt – mótmælir klíkuskap og spillingu

Egill Helgason
Föstudaginn 11. október 2013 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paulo Coelho er langfrægasti rithöfundur Brasilíu. En hann kaus að fara ekki til Frankfurt á bókamessuna, þrátt fyrir að Brasilía sé þar heiðursgestur. Myndir af Coelhoeru þó út um allt í Frankfurt, meðal annars á strætisvögnum.

Þetta gerir hann í mótmælaskyni. Hann skýrir það út í viðtali við blaðið Die Welt sem hann birtir svo á bloggi sínu.

Hann segir að menningarmálaráðuneyti Brasilíu hafi boðið 70 meintum höfundum. Sjálfur segist hann þó ekki kannast við nema 20 af þeim, hinir séu vinir og vinir vina – klíkuskapur sé allsráðandi. Það sé mikið af ungum og spennandi höfundum í Brasilíu, en þeim sé ekki boðið.

Um leið gagnrýnir hann spillingu í heimalandi sínu. Það sé mikið fjallað um uppgang efnahagslífsins í Brasilíu, en fátækt fólk fái ekki að njóta hans. Spilling og ofbeldi sé út um allt. Coelho gagnrýnir að byggðir séu stórir íþróttaleikvangar í staðinn fyrir spítala, skóla og almenningssamgöngur.

Coelho talar í viðtalinu um veru sína á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Það er vitnað í tímaritið Forbes þar sem segir að hann sé annar áhrifamesti maðurinn á Twitter, á eftir Justin Bieber. Coelho segir að þetta sé gaman, betra en til dæmis að árita bækur upp á gamla mátann, þar sem nokkrir þeir fremstu í röðinni komast að, en þeir sem eru aftarlega verði hundfúlir. Hann geti ekki áritað bækur átta tíma á dag.

url

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“