fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Merkur fulltrúi pólskra kvikmynda – sem leikstýrir líka The Wire

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2013 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndahöfundurinn Agniezka Holland sem er gestur á evrópskri kvikmyndaviku í Reykjavík er stórmerkilegur fulltrúi pólskrar kvikmyndahefðar.

Fáar þjóðir þjáðust jafnmikið í heimsstyrjöldinni síðari og Pólverjar– og reyndar hefur saga Pólverja einkennst af samfelldum yfirgang stórþjóðanna í kring. Það var ekki síst í kvikmyndunum sem Pólverjar gerðu upp þessa reynslu sína – Holland náði að vinna með Andrzej Wajda, stórmeistara pólskrar kvikmyndagerðar eftir stríðið. Hún skrifaði með honum handritin að Danton og Korczak.

Með öðrum meistara, Kieslowski, skrifaði hún handritin að litamyndunum, Bláum og Hvítum.

Sjálf á hún svo merkan leikstjóraferil. Frægasta myndin hennar er Europa, Europa, hún fjallar um gyðingastrák sem tekst að leyna uppruna sínum í stríðinu og gengur í Hitlersæskuna. Í myndinni Bitur uppskera er líka fjallað um gyðinga í stríðinu, í þetta sinn um konu sem er í felum á pólskum bóndabæ.

Þannig eru flestar myndir Agniezka Holland að einhverju leyti pólitískar – hún leikstýrði líka mynd um prestinn Jerzy Popieluszko, sem var myrtur af kommúnistum 1984, en morðið gróf mjög undan valdi þeirra.

Svo má reyndar nefna útúrdúra á ferli hennar, mynd sem er sjaldan talað um og heitir Total Eclipse. Þar leikur Leonardo di Caprio franska skáldið Rimbaud en David Thewlis leikur Verlaine. Eins og vitað voru þessi ungu skáld upptekin af því að rugla skynfærin – og svo voru þeir elskendur um tíma. Ástarsenur úr myndinni þykja nokkuð óþægilegar fyrir di Caprio, þ.e. ímynd hans sem Hollywoodstjörnu,  og myndin er ekki mikið í dreifingu.

Siðustu árin hefur Agniezka Holland starfað mikið í sjónvarpi og leikstýrt þáttum af Treme, The Wire og The Killing.

AgnieszkaHolland-IMG_3015

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna